Vilja 200.000 kr. hækkun

„Þolinmæði okkar markast af því hvaða skref eru stigin og hversu afgerandi þau eru,“ segir Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður Bandalags háskólamanna (BHM), sem krefst „afgerandi leiðréttingar“ á launum félagsmanna til jafns við samanburðarhópa í einkageiranum.

Launabilið sem þurfi að brúa í áföngum hafi verið 201.000 kr. á mánuði árið 2012. Í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í daga vill Guðlaug ekki nefna tímasetningar í þessu efni.

Kennarasamband Íslands (KÍ) fer einnig fram á verulegar launahækkanir. Meginkrafan er sú að laun tónlistarkennara, leikskólakennara, grunnskólakennara og framhaldsskólakennara verði jöfnuð í áföngum í náinni framtíð. Framhaldsskólakennarar hafa nú hæstu launin en þeir krefjast jafnra launa og félagsmenn BHM. Munurinn er sagður 17% og kæmi það ofan á jöfnun launa kennara í hinum ólíku skólum. Samanlagðar launakröfur KÍ fela í sér milljarða hækkanir á launum um 10.000 félagsmanna á ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: