„Menn voru allir sammála um það á þessum fundi að það þyrfti að standa vörð um verðlagsstöðugleika, enda er hann forsenda kjarasamninganna sem eru svo aftur forsenda langtímastöðugleika og kaupmáttaraukningar á næstu árum,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.
Hann og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra áttu fund með aðilum vinnumarkaðarins í hádeginu í gær um hvernig ætti að tryggja stöðugleika vegna kjarasamninganna sem náðust stuttu fyrir jól. „Það mikilvægasta við þennan fund var kannski að viðhalda trausti milli aðila og að það væru allir einlægir í að tryggja stöðugleika.“
Ráðherrarnir boðuðu skipun fastanefndar með það að leiðarljósi að tryggja verðstöðugleika í landinu.
Fundinn sátu, auk ráðherranna, fulltrúar ASÍ, BHM, BSRB, SA, Bændasamtakanna, Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
„Við erum mjög einhuga um mikilvægi þessa markmiðs. Þetta var rætt á ríkisstjórnarfundi og ráðherrar munu beina því til stofnana og fyrirtækja sem undir þá heyra að verja verðlagsstöðugleikann,“ segir Sigmundur.
„Boðaðar gjaldskrárhækkanir á heilsugæslu sátu mjög í fólki fyrir fundinn. Þegar við komum út af honum heyrðum við af boðuðum hækkunum virðisaukaskatts á matvæli,“ segir hún. „Mér varð eiginlega um og ó þegar ég heyrði af þessu. Maður spyr sig hvort þessir menn hreinlega vilji ekki að þessir kjarasamningar verði samþykktir,“ segir Signý.