Fimm staðfesta umsóknir sínar

Ríkisútvarpið RÚV
Ríkisútvarpið RÚV mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Fimm umsækjendur, þeirra á meðal framkvæmdastjóri RÚV, hafa staðfest umsóknir sínar um stöðu útvarpsstjóra, en staðan var auglýst eftir að Páll Magnússon sagði upp störfum.

Þetta kemur fram á vef RÚV.

Þeir sem þar eru nefndir eru: Stefán Jón Hafstein, Magnús Geir Þórðarson, sem situr í útvarpsráði, og Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri RÚV og settur útvarpsstjóri. Í frétt RÚV segir að Bjarni hafi sent starfsfólki RÚV bréf í dag þar sem fram kemur að hann sé á meðal umsækjenda.

Á vef Eiríks Jónssonar segir að Laufey Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, hafi sótt um stöðuna og Eyjan greinir frá því að Ólína Þorvarðardóttir sé meðal umsækjenda.

mbl.is

Bloggað um fréttina