Vonast eftir þjóðarsátt um verðlag

mbl.is/Hjörtur

„Það er mín von að við náum fram þjóðarsátt varðandi verðlagið. Það þýðir að sjálfsögðu gríðarlegan ávinning fyrir neytendur,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, og vísar til átaks aðila vinnumarkaðarins í að halda niðri verðlagi í tengslum við nýgerða kjarasamninga.

Henný Hinz, hagfræðingur á hagdeild Alþýðusambands Íslands, segir í samtali við Morgunblaðið að átakið hafi hreyft mjög við mönnum og að fólk hafi að undanförnu sent inn ábendingar um verðhækkanir verslana og fyrirtækja.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: