365 hættir við verðhækkun

Ari Edwald, forstjóri 365
Ari Edwald, forstjóri 365 Ómar Óskarsson

365 miðlar hafa dregið til baka áður tilkynnta hækkun á verðskrá Stöðvar 2 Sport úr kr. 6.990 í 7.990.

Með þessu vilja 365 miðlar styðja við þá einingu sem er að skapast um að ná niður verðbólgu, skapa aukinn stöðugleika og tryggja þannig raunverulegar kjarabætur, segir í fréttatilkynningu.

Á vef 365 kemur fram að á Stöð 2 Sport séu sýndir leikur úr  Meistaradeildinni, Evrópudeildin, enski FA bikarinn, enski deildarbikarinn, apænski boltinn, Formúla 1, NBA, golf, Pepsídeildin, landsleikir, Dominos Deildin, Olís- deildin, þýski handboltinn, UFC ofl.

Stöð 2 Sport 2, þar sem leikir í ensku úrvalsdeildinni eru sýndir, hækkaði um 28% í ágúst, úr 6.985 krónum í 8.990 krónur á mánuði. Sú hækkun hefur ekki verið dregin til baka.

Enski boltinn hækkar um 28%

mbl.is