Ein víkur vegna vanhæfis

mbl.is/Ómar

Guðrún Nordal mun ekki taka þátt í umfjöllun stjórnar Ríkisútvarpsins um ráðningu nýs útvarpsstjóra vegna vanhæfis og mun varamaður taka sæti hennar að sögn Ingva Hrafns Óskarssonar, formanns stjórnarinnar. Salvör Nordal, systir Guðrúnar, er einn af 39 umsækjendum um stöðuna.

Magnús Geir Þórðarson, sem einnig hefur sótt um stöðuna, sagði sig úr stjórn RÚV fyrir helgi í kjölfar umsóknar sinnar.

Umsóknarfrestur um stöðuna rann út á aðfaranótt mánudags en alls sóttu tíu konur og 29 karlar um. Ingvi Hrafn segir að Capacent taki það að sér að fara yfir umsóknirnar með tilliti til þeirra viðmiða sem sett voru fram í auglýsingu og annarra almennra atriða. Í framhaldinu muni stjórn RÚV taka ákvörðun um hvernig málið verði unnið áfram.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: