Viðræður hafnar um makrílinn

Viðræðufund­ur hófst í London í dag um lausn mak­ríl­deil­unn­ar á milli Evr­ópu­sam­bands­ins, Nor­egs, Íslands og Fær­eyja og er gert ráð fyr­ir að hann standi fram á föstu­dag. Litið er á fund­inn sem úr­slita­tilraun til þess að finna lend­ingu í deil­unni áður en rík­in fara að gefa út kvóta vegna veiða á þessu ári.

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son sjáv­ar­út­vegs­ráðherra sagði í sjón­varpsþætt­in­um Sunnu­dags­morg­unn í Rík­is­út­varp­inu síðastliðinn sunnu­dag að hann væri ekki bjart­sýnn á að lausn feng­ist á fund­in­um. Fram kem­ur hins veg­ar á frétta­vefn­um The Fish Site í dag að fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins telji að hægt ætti að vera að koma til móts við all­ar sann­gjarn­ar kröf­ur deiluaðila. Það mat byggi á viðræðum sem Maria Dam­anaki, sjáv­ar­út­vegs­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins, hefði átt við póli­tíska for­ystu­menn ríkj­anna.

Haft er eft­ir Dam­anaki að fund­ur­inn í London feli í sér gullið tæki­færi til fyr­ir deiluaðila til þess að ná sam­komu­lagi í ljósi þeirr­ar niður­stöðu Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðsins (ICES) í haust þar sem fram kom að mak­ríl­stofn­inn væri miklu stærri en áður hefði verið talið. Sagði hún að ekki væri víst að slík­ar kjöraðstæður sköpuðust aft­ur síðar.

mbl.is