„Miklu betra að slíta viðræðunum“

Vilhjálmur Bjarnason, alþingismaður.
Vilhjálmur Bjarnason, alþingismaður. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég tel miklu eðli­legra að slíta viðræðunum núna held­ur en að hafa þær í þessu limbói,“ sagði Vil­hjálm­ur Bjarna­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, í sér­stök­um umræðum á Alþingi í dag um stöðu um­sókn­ar­inn­ar um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið. Hann sagðist sjálf­ur vera hlynnt­ur því að halda um­sókn­ar­ferl­inu áfram en gerði sér engu að síður grein fyr­ir því að mjög erfitt væri að halda því áfram þegar meiri­hluti þing­manna stjórn­ar­flokk­anna væri því and­snú­inn.

Vil­hjálm­ur minnti hins veg­ar á að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hefði verið hlynnt­ur aðild bæði að Fríversl­un­ar­sam­tök­um Evr­ópu (EFTA) og EES-samn­ingn­um á sín­um tíma en annað væri uppi á ten­ingn­um varðandi inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið. Hann rifjaði einnig upp að stefna flokks­ins í Evr­ópu­mál­um hefði verið mála­miðlun á milli stuðnings­manna og and­stæðinga inn­göngu í sam­bandið. Þá vissi hann ekki til þess að ein­hver vinna væri í gangi til þess að koma til að mynda gjald­miðlamál­um þjóðar­inn­ar í betra horf.

Mik­il­vægt að fá samn­ing á borðið

Fleiri þing­menn tóku til máls í umræðunni sem fór fram að frum­kvæði Árna Páls Árna­son­ar, for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, og var Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráðherra til andsvara eins og mbl.is fjallað um fyrr í dag. Guðmund­ur Stein­gríms­son, formaður Bjartr­ar framtíðar, kallaði eft­ir því líkt og Árni Páll að kosið yrði um fram­hald um­sókn­ar­ferl­is­ins í vor sam­hliða sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um. Sagði hann einu leiðina til þess að vita hvers kon­ar samn­ing­um væri hægt að ná við Evr­ópu­sam­bandið að klára viðræðurn­ar við það.

Birg­ir Ármanns­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Alþing­is, sagði ótíma­bært að ræða um það hvaða af­greiðslu um­sókn­ar­ferlið fengi að lok­um. verið væri að vinna skýrslu fyr­ir stjórn­völd um stöðu ferl­is­ins sem yrði síðan rædd í þing­inu. Rifjaði hann upp stefnu stjórn­ar­flokk­anna og rík­is­stjórn­ar­inn­ar í mál­inu og benti á að þar væri þjóðar­at­kvæði aðeins sett sem skil­yrði fyr­ir því ef ákveðið væri fyrst að halda um­sókn­ar­ferl­inu áfram.

mbl.is