Öflugt samstarf óháð umsókninni

Stefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins.
Stefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins.

„Við mun­um að sjálf­sögðu fylgj­ast með þeirri umræðu sem fram fer á Ísland um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið og þar með talið vænt­an­lega kynn­ingu á skýrslu rík­is­stjórn­ar­inn­ar á um­sókn­ar­ferl­inu á Alþingi. Það var rík­is­stjórn Íslands sem ákvað að gera hlé á um­sókn­ar­ferl­inu og bolt­inn er hjá henni varðandi næstu skref máls­ins.“

Þetta sagði Štef­an Füle, stækk­un­ar­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins, á Evr­ópuþing­inu í gær þar sem hann gerði grein fyr­ir skýrslu um stöðu um­sókn­ar Íslands um inn­göngu í sam­bandið. Füle sagði fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins fyr­ir sína parta reiðubúna og hafa getu til þess að ljúka um­sókn­ar­ferl­inu og að hún væri sann­færð um að hægt væri að kom­ast að hag­kvæmri og já­kvæðri niður­stöðu fyr­ir alla aðila. „En hvort sem um­sókn­ar­ferlið held­ur áfram eða ekki verður sam­starf okk­ar áfram öfl­ugt.“

Füle lagði áherslu á að fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins væri reiðubú­in að halda um­sókn­ar­ferli Íslands áfram hvenær sem er ef ís­lensk stjórn­völd óskuðu eft­ir því. „Það er vit­an­lega ákvörðun sem Ísland, og aðeins Ísland, get­ur tekið. Ef ein­hvern tím­ann verður tek­in ákvörðun um að halda ferðinni áfram í átt að inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið ætt­um við að vera reiðubú­in að aðstoða Íslend­inga á þeirri veg­ferð.“

mbl.is