Ræða makríl áfram í næstu viku

Þriggja daga fundi strand­ríkja um stjórn­un mak­ríl­veiða í Norðaust­ur-Atlants­hafi er um það bil að ljúka í London núna á há­degi. Niðurstaða náðist ekki á fund­in­um, en ákveðið hef­ur verið að aðilar komi á ný sam­an á miðviku­dag í næstu viku.

Aðspurður um ár­ang­ur á fund­in­um  vill Sig­ur­geir Þor­geirs­son, formaður ís­lensku sendi­nefnd­ar­inn­ar, ekki tjá sig, en seg­ir að það  gefi  vís­bend­ing­ar að mál­in verði rædd áfram. Auk Íslands eru Nor­eg­ur, Fær­eyj­ar og Evr­ópu­sam­bandið strand­ríki þegar fjallað er um mak­ríl­veiðar.

mbl.is