Samkaup, sem reka matvöruverslanir um land allt m.a. undir merkjum Nettó, taka þátt í sameiginlegu átaki aðila vinnumarkaðarins til að tryggja stöðugt verðlag og halda aftur af verðbólgu.
„Samkaup munu halda áfram að leita allra leiða til að halda verðlagi stöðugu, m.a mun verð lækka á ýmsum vörum sem Samkaup flytja inn sjálf, svo sem verð á vörum frá Coop, X-tra, Anglamark, Easy, Meggle, Casa Fiesta, og Snackline, svo fáeinar séu nefndar. Verðlækkanir eru að bilinu 2-5% og munu koma til framkvæmda á næstu dögum. Samkaup ítreka áskorun til birgja og framleiðenda að þeir leiti allra leiða til halda aftur af verðhækkunum,“ segir í tilkynningu.