Koma fyrir dómara á fimmtudaginn vegna hópnauðgunar

Einn þeirra sem sitja í varðhaldi færður á lögreglustöð í …
Einn þeirra sem sitja í varðhaldi færður á lögreglustöð í síðustu viku. EPA

Dómstóll í borginni Nýju-Delí á Indlandi hefur framlengt gæsluvarðhald yfir fimm karlmönnum sem grunaðir eru um að hafa nauðgað danskri ferðakonu á þriðjudaginn í síðustu viku. Tveir menn til viðbótar eru taldir eiga aðild að glæpnum, en þeir eru vistaðir í unglingafangelsi sökum ungs aldurs. Þeir munu koma fyrir dómara á fimmtudaginn.

Áttunda mannsins er enn leitað.

Konan var á ferð í borginni, hún varð viðskila við ferðafélaga sína og staldraði við aðaljárnbrautarstöðina til að spyrja til vegar. Þar var fyrir hópur manna sem færði hana á brott í nærliggjandi garð og nauðgaði henni og rændi hana eigum hennar.

Að sögn konunnar stóð árásin yfir í um þrjár klukkustundir.

Danska ríkissjónvarpið - DR - greinir frá þessu

Fultrúar ýmissa mannréttindasamtaka á Indlandi mótmæltu í síðustu viku tíðum …
Fultrúar ýmissa mannréttindasamtaka á Indlandi mótmæltu í síðustu viku tíðum nauðgunum í landinu eftir að fréttist af árásinni á dönsku ferðakonuna. EPA
mbl.is