Kjarasamningi Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins sem undirritaður var 21. desember síðastliðinn var hafnað með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í kosningu innan Drífanda stéttarfélagi sem lauk í gær.
Þannig greiddu 96% þeirra sem þátt tóku í kosningunni atkvæði gegn samþykkt samningsins, eða 239 manns, og 4% með henni, eða 10 manns. Á kjörskrá voru 566 og greiddu 249 atkvæði eða 44%. Kosningin telst því gild samkvæmt fréttatilkynningu.
Kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins við Samiðn var einnig hafnað í kosningu hjá Þingiðn, félagi iðnaðarmanna í Þingeyjarsýslum , sem aðild á að samningnum með tæplega 81% atkvæða gegn 11,5%. Kjörsókn var 41%.