Léttist um 90 kg en er svuntuaðgerð málið?

Hér sést hvernig svuntuaðgerð hefur breytt útliti magasvæðisins.
Hér sést hvernig svuntuaðgerð hefur breytt útliti magasvæðisins. Ljósmynd/makemeheal.com

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir svarar spurningum lesenda. Hér er hún spurð um svuntuaðgerð frá lesanda sem hefur létt sig um 90 kg.

„Nú hef ég lést um 90 kg og umframhúðin því ansi mikil. Ég léttist um þessi kíló með líkamsrækt og sé alveg að hún hefur góð áhrif á húðina. Á ég að gefa þessu tvö ár með mikilli líkamsrækt eða fara strax í svuntuaðgerð? Hvað með barneignir, á ég að bíða þar til eftir barneignir eða fara í aðgerð þótt ég eigi eftir að eignast börn?“

Til hamingju! Þú ert nú meiri hetjan að hafa náð svona góðum árangri í ræktinni. Hvort húðin þín á eftir að jafna sig eða ekki fer eftir mörgum atriðum, aldri þínum (líklegra að húðin jafni sig ef þú ert ung), tímalengd sem það tók þig að léttast (ólíklegra að húðin jafni sig ef þyngdartapið gerðist mjög hratt), gæði húðarinnar (ef þú ert með mikið slit þá jafnar slík húð sig síður) o.sv.frv.

Ef barneignir eru á planinu innan 2 ára þá ráðlegg ég þér að bíða með svuntuaðgerð þar til eftir barneignir. Gangi þér vel og aftur til hamingju.

Með bestu kveðju,

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Þórdísi spurningu HÉR.

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is