Þungur róður í kjaradeilum

Framhaldsskólakennarar undirbúa að vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara.
Framhaldsskólakennarar undirbúa að vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara. mbl.is/Eggert

Erfiðlega hefur gengið í kjaraviðræðum Félags framhaldsskólakennara (FF) og samninganefndar ríkisins. Samningafundi sem halda átti sl. mánudag var frestað en viðræðum hefur þó ekki verið hætt.

Kjarasamningar vegna félagsfólks KÍ í framhaldsskólum renna allir út 31. janúar að undanskildum kjarasamningi við Verzlunarskóla Íslands, sem gildir til 31. mars, að því er fram kemur í fréttabréfi FF.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins undirbúa framhaldsskólakennarar að vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara. Töluverð fundahöld hafa verið í húsnæði ríkissáttasemjara vegna viðræðna milli félaga opinberra starfsmanna og ríkisins og Reykjavíkurborgar en fjöldi kjarasamninga opinberra starfsmanna rennur sitt skeið í lok mánaðarins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: