Aðeins 18% nýttu atkvæðisrétt sinn

Af rúmlega 75 þúsund launþegum í ASÍ-félögunum nýttu aðeins rúmlega …
Af rúmlega 75 þúsund launþegum í ASÍ-félögunum nýttu aðeins rúmlega 13.500 atkvæðisrétt sinn í kosningunum um kjarasamningana eða 18%. mbl.is/Árni Sæberg

Aðeins um 18% launþega í ASÍ-félögunum greiddu atkvæði í kosningum um nýju kjarasamninganna. Þetta kemur fram í samantekt Samtaka atvinnulífsins en af um 75.000 launþegum í ASÍ-félögunum nýttu um 13.500 atkvæðisrétt sinn.

Munurinn var lítill hjá mörgum félögum og má nefna að bókagerðarmenn samþykktu samningana með aðeins þriggja atkvæða mun.

Verkalýðsforingjar munu funda með samningamönnum á næstu dögum um framhaldið., að því er fram kemur í fréttaskýringu um niðurstöður atkvæðagreiðslna um kjarasamningana  í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: