Engin niðurstaða á makrílfundi

Fundi um stjórn­un mak­ríl­veiða lauk upp úr há­degi í London án þess að niðurstaða feng­ist. Ákveðið var að hitt­ast í Ber­gen að nýju á þriðju­dag í næstu viku.

Sig­ur­geir Þor­geirs­son, formaður ís­lensku nefnd­ar­inn­ar, seg­ir að mál­in hafi þokast áfram á fund­in­um, en alls óvíst sé hvort tak­ast megi að ganga frá samn­ing­um í næstu viku. Auk Íslands sátu full­trú­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, Nor­egs og Fær­eyja fund­inn.

mbl.is