Stjórn Ríkisútvarpsins ákvað á fundi sínum í kvöld hverjum hinna 39 umsækjenda yrði boðin staða útvarpsstjóra.
Þetta kemur fram í frétt á vef RÚV.
Stjórnarmenn vildu ekki gefa upp hver hefði orðið fyrir valinu, það væri ekki búið að ræða við viðkomandi og ganga frá ráðningunni.