Hótar refsiaðgerðum vegna makrílsins

Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins.
Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins. AFP

Fær­ey­ing­um og Íslend­ing­um hef­ur verið gert rausn­ar­legt til­boð um lausn mak­ríl­deil­unn­ar af hálfu Evr­ópu­sam­bands­ins og taki þeir því ekki fyr­ir lok þess­ar­ar viku mun sam­bandið hefja samn­inga við Norðmenn án aðkomu þjóðanna tveggja. Taki Fær­ey­ing­ar og Íslend­ing­ar ekki til­boðinu kunna þjóðirn­ar enn­frem­ur að standa frammi fyr­ir refsiaðgerðum.

Þetta seg­ir Maria Dam­anaki, sjáv­ar­út­vegs­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins, í sam­tali við frétta­vef þýska blaðsins Spieg­el í dag. Viðræður hóf­ust í Ber­gen í Nor­egi í morg­un um lausn deil­unn­ar. „Mögu­leik­inn á refsiaðgerðum er enn til staðar,“ seg­ir hún. Hins veg­ar von­ist hún eft­ir að samn­ing­ar ná­ist á síðustu stundu. Viðræður við Íslend­inga og Fær­ey­inga að und­an­förnu gefi von­ir um að það tak­ist.

Evr­ópu­sam­bandið hef­ur boðið Íslend­ing­um og Fær­ey­ing­um 11,9% hlut­deild í ár­leg­um mak­ríl­kvóta en þjóðirn­ar hafa til þessa farið fram á 15-16% hlut­deild. Norðmenn telja hins veg­ar 11,9% vera of hátt hlut­fall og hafa lagst gegn því. Sama er að segja um stjórn­völd á Írlandi en þau eru hins veg­ar ekki bein­ir aðilar að viðræðunum held­ur semja full­trú­ar Evr­ópu­sam­bands­ins fyr­ir hönd þeirra.

mbl.is