Lögreglan á Suðurnesjum hvetur gesti á skemmtistöðum til að vera á varðbergi gagnvart lyfjabyrlun. Lögreglan hefur sent frá sér tilkynningu og vísar til atviks á skemmtistað í Reykjanesbæ um síðustu helgi, en þá var ungri stúlku byrlað ketamín sem flokkast undir slævandi lyf.
Þá segist lögreglan hafa undir höndum lýsingu á einstaklingi, sem grunaður sé um verknaðinn og sé hans nú leitað.
Lögreglan segist ennfremur ekki geta veitt frekari upplýsingar um málið á þessu stigi.