Hótar refsiaðgerðum

Margar tilraunir hafa verið gerðar til að leysa hnútinn í …
Margar tilraunir hafa verið gerðar til að leysa hnútinn í makríldeilunni. Hér er fundað í Reykjavík. mbl.is/Golli

„Þetta er óheppi­legt skref af hálfu Mariu Dam­anaki og hef­ur slæm áhrif á samn­inga­ferlið,“ sagði Jacob Vesterga­ard, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Fær­eyja, við Morg­un­blaðið í gær­kvöldi.

Til­efnið voru um­mæli sjáv­ar­út­vegs­stjóra ESB að Íslend­ing­ar og Fær­ey­ing­ar hafi frest út vik­una til að ná sam­komu­lagi í mak­ríl­deil­unni. Ann­ars muni ESB semja beint við Norðmenn. Þá muni ESB beita Fær­eyj­ar og Ísland refsiaðgerðum ná­ist samn­ing­ar ekki. Dam­anaki lýsti þessu yfir í sam­tali við þýska tíma­ritið Der Spieg­el, en úr­slita­tilraun er nú gerð í Ber­gen til að ná sam­komu­lagi í deil­unni.

Vesterga­ard seg­ir ESB ekki geta beitt Fær­eyj­ar frek­ari refsiaðgerðum um­fram nú­ver­andi refsiaðgerðir vegna síld­veiða Fær­ey­inga. Slitni upp úr viðræðum muni Fær­ey­ing­ar gefa út ein­hliða mak­ríl­kvóta.

Sig­ur­geir Þor­geirs­son, formaður samn­inga­nefnd­ar Íslands í deil­unni, sagði eng­in tíðindi af fund­in­um í Ber­gen. Hann myndi að svo stöddu ekki tjá sig um um­mæl­in.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina