Ósáttur við hótanir ESB

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra
Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra Morgunblaðið/Árni Sæberg

„Ég verð ég að lýsa yfir von­brigðum mín­um með það að hót­an­ir um viðskiptaaðgerðir séu á ný í umræðunni. Slík­ar aðgerðir væru ólög­mæt­ar og það ýtir ekki und­ir já­kvæðan fram­gang viðræðna að draga þær inní umræðuna,“ seg­ir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, at­vinnu­vegaráðherra, um um­mæli Mariu Dam­anaki, sjáv­ar­út­vegs­stjóra Evr­ópu­sam­bands­ins. Í netút­gáfu Spieg­el í gær­kvöldi hótaði hún Íslend­ing­um og Fær­ey­ing­um refsiaðgerðum gengju þeir ekki til samn­inga fyr­ir viku­lok.

Sig­urður Ingi seg­ist ekki telja rétt að tjá sig um gang eða beint inn­tak þeirra viðræðna sem nú standa yfir á meðan þær fara fram, en viðræðufund­ur stend­ur nú yfir í Ber­gen í Nor­egi.

„Til þess að samn­ing­ar ná­ist verða öll strand­rík­in að vera til­bú­in til þess að gefa eitt­hvað eft­ir. Fær­ey­ing­ar þurfa nú að taka sig sam­an í and­lit­inu og nálg­ast viðræðurn­ar lausnamiðað og Nor­eg­ur að huga að orðspori sínu sem fisk­veiðiþjóð sem stýr­ir veiðum með sjálf­bær­um hætti og hef­ur vís­indaráðgjöf að leiðarljósi. Það er ein­stakt tæki­færi að leysa deil­una nú sem við höf­um lagt okk­ar ýtr­asta af mörk­um til að nýta og ég kalla eft­ir því að hin rík­in geri það sama.

Þau ár sem deil­an hef­ur staðið yfir hef­ur málstaður Íslands staðfast­lega verið sá að málið skuli leysa á vís­inda­leg­um grunni og stuðlað skuli að sjálf­bær­um veiðum. Styðjast þarf við nýj­ustu upp­lýs­ing­ar um göngu­mynst­ur stofns­ins, fæðustöðvar hans og horfa til þeirra breyt­inga sem hafa orðið í hafi. Málið ber að nálg­ast í gegn­um samn­ingaviðræður, ekki hót­an­ir um ólög­leg­ar viðskiptaþving­an­ir.

Slitni upp úr viðræðum nú or­sak­ast það ekki af skorti á samn­ings­vilja okk­ar. Ísland hef­ur lagt sitt af mörk­um til þess að nálg­ast niður­stöðu. Samn­inga­menn okk­ar reyna nú til þraut­ar að leita leiða að sam­komu­lagi í Björg­vin en ég get því miður ekki sagt að það sé aug­ljóst að það tak­ist,“ seg­ir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina