Sjá til lands í makríldeilu

Jacob Vestergaard, sjávarútvegsráðherra Færeyja.
Jacob Vestergaard, sjávarútvegsráðherra Færeyja.

Mak­rílviðræður standa yfir í Björg­vin í Nor­egi, en að sögn Jac­obs Vesterga­ard, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Fær­eyja, eru strand­rík­in far­in að sjá til lands í deil­unni.

Hann tek­ur hins veg­ar fram að „flest sker eru næst landi“ og þar af leiðandi erfitt að meta hvort sam­komu­lag ná­ist að þessu sinni, að því er fram kem­ur á fær­eyska frétta­vefn­um Norðlýsið.

Frétta­vef­ur­inn seg­ir að nú sé styttra á milli deiluaðila en áður. Vesterga­ard er aft­ur á móti raun­sær er hann tek­ur fram að hlut­irn­ir geti breyst hratt og að það geti brugðið til beggja vona. 

mbl.is