Norðmenn segjast ekki sökudólgurinn

Elisabeth Aspaker, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Elisabeth Aspaker, sjávarútvegsráðherra Noregs. Wikipedia/GAD

Stjórn­völd í Nor­egi halda því fram að þau hafi gefið af­slátt af af­stöðu sinni í mak­ríl­deil­unni og teygt sig langt til þess að reyna að ná sam­komu­lagi. Hins veg­ar hafi Íslend­ing­ar og Fær­ey­ing­ar ekki viljað hvika frá sinni af­stöðu í mál­inu.

Þetta er haft eft­ir Elisa­beth Asp­a­ker, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Nor­egs, á vefsíðu norska sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­is­ins, en samn­inga­fundi um lausn á mak­ríl­deil­unni sem fram fór í Ber­gen í Nor­egi fyr­ir helgi lauk á föstu­dag­inn án þess að samið væri um mak­ríl­veiðar þessa árs. Asp­a­ker seg­ist hafa von­ast í lengstu lög að samn­ing­ar tækj­ust.

Haft var eft­ir Sig­urði Inga Jó­hanns­syni, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, í frétt­um Rík­is­út­varps­ins í dag að viðræðurn­ar hafi strandað á kröf­um Norðmanna en norsk stjórn­völd telja sem fyrr seg­ir þvert á móti að þær hafi strandað á Íslend­ing­um og Fær­ey­ing­um sem ekki hafi gefið nægj­an­lega mikið eft­ir.

„Ég er afar von­svik­in. All­ir aðilar deil­unn­ar verða að sýna sveigj­an­leika ef hægt á að vera að ná samn­ing­um í svo erfiðu máli. Íslend­ing­ar og Fær­ey­ing­ar geta ekki ætl­ast til þess að fá all­ar sín­ar kröf­ur upp­fyllt­ar. Til­boð Norðmanna var mjög rausn­ar­legt í ljósi út­breiðslu og hegðun­ar­mynst­urs mak­ríls­ins,“ seg­ir Asp­a­ker enn­frem­ur.

Viðræður á milli Norðmanna og ESB fyr­ir­hugaðar

Fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag að von­ir standi til þess að áfram verði rætt um mögu­lega lausn mak­ríl­deil­unn­ar á mánu­dag­inn og jafn­vel að viðræður fari fram sam­hliða samn­ingaviðræðum um kol­munna og norsk-ís­lensku síld­ina sem fyr­ir­hugaðar eru á næst­unni. Ekk­ert er þó ákveðið í þeim efn­um.

Haft var eft­ir Mariu Dam­anaki, sjáv­ar­út­vegs­stjóra Evr­ópu­sam­bands­ins, í síðustu viku að ef samn­ing­ar næðust ekki fyr­ir helg­ina myndi sam­bandið hefja viðræður um mak­ríl­inn við Norðmenn eina. Fram kem­ur á vefsíðu norska sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­is­ins að stefnt sé að slík­um viðræðum í Osló í þarnæstu viku.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina