Boðið til makrílviðræðna á morgun

Lítið vantar á að deiluaðilar nái saman um makrílinn.
Lítið vantar á að deiluaðilar nái saman um makrílinn. mbl.is/Styrmir Kári

John Spencer, sem stýr­ir mak­rílviðræðum Íslands, Fær­eyja, Nor­egs og Evr­ópu­sam­bands­ins (ESB), lagði til í gær að viðræðunum yrði haldið áfram í London síðdeg­is á morg­un, miðviku­dag.

Sig­ur­geir Þor­geirs­son, formaður ís­lensku samn­inga­nefnd­ar­inn­ar, staðfesti þetta síðdeg­is í gær og sagði að það mundi skýr­ast í dag hvort viðræðurn­ar hæf­ust á morg­un.

Fær­eyski frétta­vef­ur­inn portal.fo sagði í gær að Fær­ey­ing­ar hefðu þekkst boðið um að mæta til viðræðnanna. Þar kom einnig fram að Spencer gerði ráð fyr­ir að taka þyrfti frá fimmtu­dag og föstu­dag til viðræðna ef þörf krefði.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina