Allri áhöfn Brimness sagt upp

Brimnes RE 27.
Brimnes RE 27. mbl.is/Alfons

Brim hf. hef­ur sagt upp öll­um skip­verj­um á frysti­tog­ar­an­um Brim­nesi RE 27, sem er 2.848 tonna frysti­tog­ari, gerður út  frá Reykja­vík.  

Brim­nesið er nýj­asti og stærsti frysti­tog­ari Íslend­inga og var smíðaður í Nor­egi árið 2003. 40 manns eru í áhöfn skips­ins. Árið 2013 var afla­verðmæti skips­ins 2.680 millj­ón­ir króna og laun og launa­tegnd gjöld 1.028 millj­ón­ir króna.   

Rekstr­ar­grund­völl­ur frysti­tog­ara hef­ur breyst mikið á und­an­förn­um árum „en með gríðarlegri hækk­un veiðigjalda á síðustu árum hef­ur rekstr­ar­grund­völl­ur þess­ara skipa brostið að mati Brims hf.“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá Brimi.  

Á síðasta ári voru veiðigjöld Brim­ness um það bil 10% af afla­verðmæti skips­ins. „Þegar aðstöðugjald var lagt niður á Íslandi þá var það um það bil 1,5% af veltu fyr­ir­tækja og þótti hátt þá. Brim hf. mun leita að verk­efn­um fyr­ir skipið er­lend­is þar sem fé­lagið sér ekki breyt­ing­ar í vænd­um hér á landi í rekstr­ar­um­hverfi þess­ara skipa,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina