Hvalveiðar brjóti gegn alþjóðasamningi

Bandarísk stjórnvöld gagnrýna hvalveiðar Íslendinga.
Bandarísk stjórnvöld gagnrýna hvalveiðar Íslendinga. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Banda­rísk stjórn­völd telja að hval­veiðar Íslend­ing­ar brjóti gegn hinum alþjóðlega samn­ingi um alþjóðaversl­un með teg­und­ir í út­rým­ing­ar­hættu. Í frétt AFP seg­ir að Barack Obama, for­seti Banda­ríkj­anna, hafi nú sex­tíu daga til að ákveða hvort banda­rísk stjórn­völd muni beita Íslandi viðskiptaþving­un­um.

Banda­ríska inn­an­rík­is­ráðuneytið sendi frá sér til­kynn­ingu þess efn­is í dag að það teldi að hval­veiðarn­ar brytu í bága við hinn áður­nefnda samn­ing.

Ráðuneytið komst að sömu niður­stöðu árið 2011, að því er seg­ir í frétt­inni, en þá hafi Obama ákveðið að beita ekki viðskiptaþving­un­um. Þess í stað fyr­ir­skipaði hann að gripið yrði til diplóma­tískra þving­un­araðgerða gegn Íslend­ing­um.

Banda­rísk um­hverf­is­sam­tök fögnuðu í dag ákvörðun banda­rískra stjórn­valda og hvöttu Obama til að grípa taf­ar­laust til refsiaðgerða.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina