Vilja ekki makrílsamning

mbl.is/Helgi Bjarnason

Meiri­hluti Norðmanna vill ekki að norsk stjórn­völd semji um lausn mak­ríl­deil­unn­ar á þeim for­send­um sem rætt er um á samn­inga­fundi sem staðið hef­ur yfir í London höfuðborg Bret­lands und­an­farna daga ef marka má niður­stöður net­könn­un­ar sem norska sjáv­ar­út­vegs­blaðið Fiskar­en stóð fyr­ir und­an­farna daga.

Sam­kvæmt könn­un­inni eru 71,3% Norðmanna and­víg því að semja um lausn mak­ríl­deil­unn­ar á þeim for­send­um að Ísland fái 11,9% mak­ríl­kvót­ans, Fær­eyj­ar 12,4%, Nor­eg­ur 22,5% og Evr­ópu­sam­bandið 49,9%. Að sögn Fiskar­en er það til­boðið sem rætt hef­ur verið um á fund­in­um í London. 17,8% Norðmanna eru hins veg­ar hlynnt því að samið verði á þeim for­send­um en niður­stöðurn­ar eru byggðar á 641 svari.

mbl.is