Erfitt að selja aukinn makrílafla

Makríll
Makríll mbl.is/Sigurður Bogi

Erfitt gæti verið að selja fryst­an mar­kríl ef veiðar verða stór­aukn­ar á þessu ári. Það er mat Helga Ant­ons Ei­ríks­son­ar, for­stjóra Ice­land Sea­food.

Strand­rík­in veiddu um 900 þúsund tonn af mak­ríl á síðasta ári sam­kvæmt sam­komu­lagi og ein­hliða ákvörðunum en það var um­tals­vert yfir ráðgjöf Alþjóðafisk­veiðiráðsins. Ráðið legg­ur til að kvót­inn í ár verði svipaður og veiðarn­ar í fyrra en sam­kvæmt frétt­um hafa Norðmenn lagt áherslu á það í viðræðum um stjórn­un mak­ríl­veiða að veiðarn­ar verði stór­aukn­ar, að minnsta kosti upp í 1,3 millj­ón­ir tonna.

Helgi vek­ur at­hygli á því að mak­ríl­fram­leiðslan sé mest seld til fárra og viðkvæmra markaða. Jafn­vægi hafi verið á milli fram­boðs og eft­ir­spurn­ar. „Markaður­inn verður þyngri ef fram­boðið eykst um 30-40% og leiða má lík­ur að því að þrýst­ing­ur mynd­ist á verðið.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina