Óvíst með frekari makrílfundi

Sigurgeir Þorgeirsson, aðalsamningamaður Íslands í makríldeilunni.
Sigurgeir Þorgeirsson, aðalsamningamaður Íslands í makríldeilunni. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Frek­ari fund­ir í mak­ríl­deil­unni hafa ekki verið ákveðnir að sögn Sig­ur­geirs Þor­geirs­son­ar, for­manns samn­inga­nefnd­ar Íslands, og óljóst hvað verður í þeim efn­um. Hann bend­ir á að tví­hliða viðræður Evr­ópu­sam­bands­ins og Norðmanna fari fram í þess­ari viku og því verði ekki frek­ari fund­ir af okk­ar hálfu í deil­unni fyrr en í fyrsta lagi í næstu viku.

„Það kann að verða boðað til fund­ar en það er alla­vega al­veg ör­uggt mál að það verður ekki í þess­ari viku,“ seg­ir Sig­ur­geir í sam­tali við mbl.is en hann sat fyr­ir svör­um á fundi ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Alþing­is í morg­un ásamt öðrum í samn­inga­nefnd Íslands. Spurður hvaða tím­aramma aðilar mak­ríl­deil­unn­ar hafi til þess að ná sam­komu­lagi seg­ir hann að í sjálfu sér sé ekki neinn tím­arammi að lokast næstu 1-2 mánuðina.

„Við þurf­um að gefa út mak­ríl­kvóta fyr­ir vorið. Evr­ópu­sam­bandið og Nor­eg­ur hafa þegar gefið út bráðabirgðakvóta til þess að þeir geti lokið sinni vertíð. Veiðitíma­bilið hjá þeim er frá því á haust­mánuðum og fram yfir ára­mót. Nú hef ég ekki rætt það við þá en ég get ekki bet­ur séð en að þeir hafi svig­rúm fram á árið en við þurf­um hins veg­ar að hafa okk­ar á hreinu fyr­ir vorið,“ seg­ir hann.

Gefa þurfi út mak­ríl­kvóta hér á landi í síðasta lagi ein­hvern tím­ann snemma í apríl að sögn Sig­ur­geirs. Aðspurður seg­ir hann að Fær­ey­ing­ar séu vænt­an­lega í hliðstæðri stöðu. Menn hefðu þannig nokkr­ar vik­ur enn til þess að reyna að semja.

mbl.is