Sakaði Norðmenn um óbilgirni í makríldeilunni

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sam­skipt­in við tvær frændþjóðir Íslend­inga voru Guðlaugi Þór Þórðar­syni, þing­manni Sjálf­stæðis­flokks­ins, of­ar­lega í huga á Alþingi í dag í umræðum um störf þings­ins. Þingmaður­inn gagn­rýndi Norðmenn harðlega fyr­ir að koma fram með sér­kenni­leg­um hætti í garð Íslend­inga í mak­ríl­deil­unni.

„Þar í landi fara menn hörðum orðum um okk­ur Íslend­inga og kalla okk­ur meðal ann­ars sjó­ræn­ingja á op­in­ber­um vett­vangi,“ sagði Guðlaug­ur. Á sama tíma sýndu Norðmenn al­gera óbil­girni í mak­ríl­deil­unni og færu fram á að veiða 50-60% um­fram ráðgjöf. Það væri þvert á yf­ir­lýsta stefnu bæði Íslend­inga og Norðmanna um sjálf­bær­ar veiðar. Sér­fræðing­ar hefðu upp­lýst að ef farið væri að kröf­um Norðmanna gæti það leitt til markaðshruns á mak­ríl. Sagðist þingmaður­inn vona að Norðmenn sýndu það í orði að þeir vildu stunda sjálf­bær­ar veiðar á mak­ríl.

Guðlaug­ur vakti einnig máls á því að Fær­ey­ing­ar, sem hefðu sýnt það að þeir væru vin­ir í raun, hefðu ekki fengið svar eft­ir eins og hálfs árs bið við því hvort þeir mættu lenda nýj­um þotum sín­um á Reykja­vík­ur­flug­velli í stað eldri teg­unda.

mbl.is