Ekki mjög bjartsýnn á áframhaldandi viðræður

Af fundi utanríkismálanefndar í kvöld. Á fund nefndarinnar komu Gunnar …
Af fundi utanríkismálanefndar í kvöld. Á fund nefndarinnar komu Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Kristinn Ingvarsson

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra seg­ist ekki bjart­sýnn á að áfram­hald verði á viðræðum í mak­ríl­deil­unni, en seg­ir að staða mála verði tek­in að lokn­um viðræðum ESB og Norðmanna um veiðar í lög­sögu hvors ann­ars. Staða mak­r­íl­máls­ins var rædd á fundi ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Alþing­is í kvöld.

Sig­urður Ingi var viðstadd­ur fund­inn, auk Gunn­ars Braga Sveins­son­ar ut­an­rík­is­ráðherra. 

„Við rædd­um stöðuna sem upp er kom­in í kjöl­far kröfu Norðmanna um að veiða svona langt um­fram það sem ráðgjöf býður og hvaða skref við sjá­um að gætu verið næst í stöðunni í ljósi þess að síðustu samn­ingalotu lauk án niður­stöðu,“ seg­ir Sig­urður Ingi.

Hver eru þau skref? „Þessa vik­una eiga sér stað tví­hliða viðræður Evr­ópu­sam­bands­ins og Norðmanna um þeirra gagn­kvæmu samn­inga á að veiða í lög­sögu hvors ann­ars. Við bíðum eft­ir niður­stöðu þar og í fram­hald­inu met­um við hvort ástæða þyki til að eiga frum­kvæði að því að boða til nýs samn­inga­fund­ar.“

Stytt­ist í að ná niður­stöðu eða slíta viðræðum

Sig­urður Ingi seg­ir að þar sem samn­ingaviðræðunum hafi ekki verið slitið, ætti vel að vera hægt að taka upp þráðinn. „En það stytt­ist í að menn þurfi annaðhvort að ná niður­stöðu eða slíta viðræðum, þannig að menn geti þá farið að hugsa til þeirra hags­muna sem hvert strand­ríki þarf að hugsa til, jafn­vel að út­hluta kvóta ein­hliða.“

Spurður um hvort ein­hver tíma­mörk hafi verið sett varðandi það að ná niður­stöðu fyr­ir til­tek­inn tíma seg­ir Sig­urður Ingi svo ekki vera. „Við höf­um tals­verðan tíma framund­an, þar sem við hefj­um ekki veiðar fyrr en síðla vors. Sá tími er styttri hjá hinum strand­ríkj­un­um, sem hefja mak­ríl­veiðar fyrr, hjá sum­um lík­lega fljót­lega.“

Kröf­ur Norðmanna hafa gengið sí­fellt lengra

„En það eru eng­ar ákv­arðanir sem við stönd­um frammi fyr­ir hér og nú, við erum í sjálfu sér að hinkra eft­ir því sem kem­ur út úr þess­um viðræðum og hvort eitt­hvert svig­rúm skap­ist til að hefja samn­ingaviðræður að nýju,“ seg­ir Sig­urður Ingi.

Hann seg­ir að æski­leg­ast væri, ef hægt væri að setj­ast aft­ur að samn­inga­borðinu.

„En eft­ir því sem  hver samn­ingalot­an á fæt­ur ann­arri hef­ur runnið út í sand­inn án þess að menn hafi náð sam­an og kröf­ur Norðmanna gengið æ meira í þá átt að veiða meira en vís­inda­menn ráðleggja, þá er ég ekk­ert mjög bjart­sýnn á að það gangi eft­ir.“

Styrm­ir Kári
mbl.is