Skoða möguleika á aðgerðum

Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga.
Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Verkalýðsfélag Akraness og starfsmenn hjá Elkem Ísland á Grundartanga munu skoða möguleika á aðgerðum ef kröfum þeirra verður ekki sinnt.

Að sögn formanns félagsins var mikil samstaða á fundum sem félagið boðaði til í gær með félagsmönnum sem starfa hjá Elkem.

Krafa Verkalýðsfélagsins er að byrjunartaxti hjá starfsmönnum Elkem hækki um 20 þúsund krónur á mánuði. Samtök atvinnulífsins hafa hafnað því og segir Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA, að einungis sé boðið upp á sömu hækkanir og samið var um á almenna vinnumarkaðnum í desember. Því muni félagið ekki kyngja.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: