Telja aðild að ESB ekki til hagsbóta

AFP

Fleiri Íslend­ing­ar telja að inn­ganga í Evr­ópu­sam­bandið yrði Íslandi ekki til hags­bóta en þeir sem telja að svo yrði sam­kvæmt niður­stöðum skoðana­könn­un­ar sem gerð var fyr­ir sam­bandið og birt­ar voru á dög­un­um. 48% telja að inn­ganga í ESB hefði slæm áhrif á hags­muni Íslands en 40% að hún hefði góð áhrif. Í sömu könn­un var einnig spurt hvort gott væri fyr­ir Ísland að ganga í sam­bandið og þá svar­ar þriðjung­ur því já­kvætt, þriðjung­ur nei­kvætt og um þriðjung­ur hvorki nei­kvætt né já­kvætt.

Sömu­leiðis er spurt um ímynd ESB og telja 38% Íslend­inga hana vera góða sam­kvæmt könn­un­inni. Þar af 33% frek­ar góða og 5% mjög góða. 24% telja ímynd sam­bands­ins hins veg­ar vera frek­ar slæma og 8% mjög slæma. Meðaltalið inn­an ESB er svipað. 31% tel­ur ímynd sam­bands­ins góða en 28% telja hana slæma. Verst er álitið á ESB meðal íbúa Grikk­lands og Kýp­ur.

Þá telja 38% Íslend­inga að mál séu á leið í rétta átt inn­an ESB og 35% að þau séu á rangri leið. Sé horft til meðaltals íbúa sam­bands­ins eru þeir mun svart­sýnni í þeim efn­um. Þannig telja 47% þeirra að þró­un­in inn­an ESB sé á rangri leið en 26% að hún sé á leið í rétta átt. 47% Íslend­inga telja hins veg­ar að hlut­irn­ir séu á réttri leið hér á landi á sama tíma, og hef­ur fækkað mjög, en 43% telja svo ekki vera.

Fleiri Íslend­ing­ar treysta hins veg­ar ekki ESB sam­kvæmt könn­un­inni en þeir sem það gera. 49% treysta ekki sam­band­inu en 40% bera traust til þess. Miðað við meðaltal íbúa ESB treysta þeir sam­band­inu hins veg­ar verr ef marka má niður­stöðurn­ar. 58% þeirra treysta ESB ekki á meðan 31% treyst­ir sam­band­inu.

Um er að ræða svo­kallaða Eurobarometer-skoðana­könn­un ESB sem gerð er tvisvar á ári. Sá hluti sem fjall­ar um Ísland er unn­inn fyr­ir sam­bandið af Capacent.

mbl.is