Niðurgreiðslur leiða til ofveiði

Fiskveiðistefna ESB hefur leitt til ofveiði.
Fiskveiðistefna ESB hefur leitt til ofveiði. mbl.is/Ómar Óskarsson

Af­leiðing­ar niður­greiðslna til sjáv­ar­út­vegs inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins eru of­veiði, offjár­fest­ing í fiski­skip­um, óhag­kvæmni og að mögu­leg­um efna­hags­leg­um ávinn­ingi auðlind­ar­inn­ar verður ekki náð, að því er fram kem­ur í skýrslu Hag­fræðistofn­un­ar Há­skóla Íslands um stöðu um­sókn­ar Íslands um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið og þró­un­ar­inn­ar inn­an sam­bands­ins sem unn­in var fyr­ir stjórn­völd.

Í skýrsl­unni seg­ir að sam­eig­in­leg sjáv­ar­út­vegs­stefna Evr­ópu­sam­bands­ins beri mark af þeim vanda­mál­um sem sjáv­ar­út­veg­ur í aðild­ar­lönd­un­um hafi átt við að glíma. Þau vanda­mál séu nokkuð ann­ars eðlils en þau sem við þekkj­um hér á landi.

„Helstu viðfangs­efn­in í sjáv­ar­út­vegi Evr­ópu­sam­bands­land­anna hafa snú­ist um of­veiði, offjár­fest­ing­ar í skip­um og slæma af­komu í grein­inni,“ seg­ir jafn­framt í skýrsl­unni.

Erfitt að átta sig á ná­kvæmu um­fangi

Þá seg­ir að niður­greiðslur til sjáv­ar­út­vegs inn­an sam­bands­ins séu um­tals­verðar en að erfitt sé hins veg­ar að átta sig á ná­kvæmu um­fangi þeirra. 

Sjáv­ar­vernd­un­ar­sam­tök­in Oce­ana hafa metið að niður­greiðslur í sjáv­ar­út­vegi inn­an ESB hafi numið að minnsta kosti 3,3 millj­örðum evra árið 2009. Meira en tveir þriðju af upp­hæðinni hafi þau áhrif að auka veiðigetu fisk­veiðiflot­ans og stuðla þannig að of­veiði. 

Að mati Oce­ana er um 1 millj­arðs evra niður­greiðsla beint úr Evr­ópska fisk­veiðisjóðnum
og 886 millj­ón­ir evra í formi ann­ars stuðnings. Niður­greiðslur vegna eldsneytis­kaupa eru
metn­ar um 1,4 millj­arðar evra. Niður­greiðslurn­ar jafn­gilda því sem næst 50% af verðmæti
landaðs afla, að því er fram kem­ur í skýrsl­unni.

Þar kem­ur einnig fram að áætlað hafi verið að um 47% stofna í Atlants­hafi séu of­veidd­ir, en 95% af stofn­um í Miðjarðar­hafi.

Sam­kvæmt rann­sókn World Wild­li­fe Fund frá ár­inu 2012 höfðu ráðherr­ar Evr­ópu­sam­bands­ins enn­frem­ur lagt til heild­arafla sem að meðaltali var 45% meiri en vís­inda­leg ráðgjöf sagði til um síðustu níu árin áður.

„Þar fer því sam­an líf­fræðileg og efna­hags­leg of­veiði með fyr­ir­sjá­an­leg­um af­leiðing­um fyr­ir ástand líf­rík­is­ins og at­vinnu­grein­ina,“ seg­ir í skýrslu Hag­fræðistofn­un­ar­inn­ar.

Hér má finna skýrsl­una í heild sinni.

mbl.is/​Helgi
mbl.is