Ósátt við vinnubrögð stjórnarinnar

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG.
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Ef rík­is­stjórn­in vill til­einka sér betri sam­skipti væri t.d. hægt að senda þing­mönn­um skýrsl­una en ekki bara fjöl­miðlum,“ seg­ir Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs, á Face­book-síðu sinni í dag. Þar gagn­rýn­ir hún að skýrsla Hag­fræðistofn­un­ar Há­skóla Íslands um um­sókn Íslands um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið sé kom­in til fjöl­miðla en ekki til þing­manna.

„Ég les um þessa ESB-skýrslu hér á Face­book hjá aðstoðar­manni for­sæt­is­ráðherra og svo sé ég hana í fjöl­miðlum,“ seg­ir Katrín en skýrsl­an var rædd á rík­is­stjórn­ar­fundi í morg­un og verður dreift á Alþingi eft­ir há­degi auk þess sem hún verður birt á vef þings­ins. Árni Þór Sig­urðsson, þingmaður VG, seg­ir í at­huga­semd að þar sem skýrsl­an sé nokk­ur hundruð blaðsíður með viðauk­um ætti að gefa þing­mönn­um nokk­urra daga svig­rúm til þess að kynna sér efni henn­ar til hlít­ar áður en umræða færi fram á Alþingi. Seg­ir hann að „annað væri hálf­gert grín.“

Formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Árni Páll Árna­son, tek­ur í sama streng og Katrín á Face­book-síðu sinni. Hann hafi lesið um skýrsl­una í fjöl­miðlum. „Við í stjórn­ar­and­stöðunni höf­um ekk­ert séð og get­um ekki tekið neinn þátt í efn­is­legri umræðu. Svona eru nú vinnu­brögðin á Íslandi í dag,“ seg­ir hann. Hann bæt­ir síðan við í at­huga­semd skömmu síðar að hann hafi fengið skýrsl­una í hend­ur frá frétta­manni. Í fram­haldi er hann spurður að því hvort þar með hafi skýrsl­unni ekki verið lekið í hann.

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.
Árni Páll Árna­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina