Stuðningur við landbúnað meiri hér á landi

Stuðningur við landbúnað er meiri hér á landi en innan …
Stuðningur við landbúnað er meiri hér á landi en innan ESB. mbl.is/Sigurður Bogi

Stuðning­ur við land­búnað er meiri hér á landi en væri sam­kvæmt styrkja­kerfi Evr­ópu­sam­bands­ins, að því er seg­ir í skýrslu Hag­fræðistofn­un­ar Há­skóla Íslands um stöðu um­sókn­ar Íslands um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið og þró­un­ina inn­an sam­bands­ins sem kynnt var í dag.

Þar seg­ir að ís­lensk­ur land­búnaður sé að mörgu leyti frá­brugðinn land­búnaði í Evr­ópu­sam­band­inu. Nátt­úr­leg­ar aðstæður til land­búnaðarfram­leiðslu séu að mörgu leyti verri hér­lend­is og einnig sé stuðnings­kerfi ís­lenskra stjórn­valda mjög frá­brugðið því sem Evr­ópu­sam­bandið styðst við.

Stuðning­ur til fram­leiðenda land­búnaðar­af­urða hér­lend­is er ann­ars veg­ar að mestu leyti í formi fram­leiðslu­styrkja, að því er fram kem­ur í skýrsl­unni, og hins veg­ar í formi um­fangs­mik­ill­ar toll­vernd­ar.

„Starfs­um­hverfi og lagaum­gjörð stuðnings­kerf­is­ins hér­lend­is er þar af leiðandi eðlisólík
því kerfi sem komið hef­ur verið á fót inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins,“ seg­ir í skýrsl­unni. 

Þar seg­ir jafn­framt að styrkja­kerfi Evr­ópu­sam­bands­ins hafi fjar­lægst styrkja­kerfi við land­búnað hér á landi. Hitt sé óvíst hvort það tor­veld­ar ís­lensk­um bænd­um að laga sig að kerfi sam­bands­ins.

Hér má finna skýrsl­una í heild sinni.

mbl.is