Kjarasamningur BÍ við SA samþykktur

Jón Rúnar Pálsson, fulltrúi SA, Magnús Pétursson ríkissáttasemjari og Hjálmar …
Jón Rúnar Pálsson, fulltrúi SA, Magnús Pétursson ríkissáttasemjari og Hjálmar Jónsson, formaður BÍ. mbl.is/Guðni

Kjarasamningur Blaðamannafélags Íslands (BÍ) við Samtök atvinnulífsins (SA) var samþykktur í dag af félögum BÍ í leynilegri atkvæðagreiðslu. Alls voru 345 á kjörskrá og greiddu 69 atkvæði, eða 20%.

Já sögðu 60, eða 86,95%, nei sögðu sjö, eða 10,15%, og auðir seðlar voru tveir, eða 2,9%.

Í tilkynningu segir að kjarasamningurinn sé grunnsamningur um kaup og kjör blaðammana og gildi afturvirkt frá 1. janúar síðastliðnum og feli í sér að öll laun og kjaratengdir liðir hækki um 2,8% frá þeim tíma.

Áður hafa verið samþykktir nýir sérsamningar við DV, Birting og Fréttatímann. BÍ hefur því gert kjarasamninga við alla samningsaðila sína og gilda samningarnir til ársloka 2014.

mbl.is