Norðmenn hafa krafist þess í viðræðum um stjórnun makrílveiða að Færeyingar loki á makrílveiðar íslenskra skipa í færeyskri lögsögu.
Deilurnar um makrílinn lituðu viðræður Evrópusambandsins og Noregs í síðustu viku og kenna aðilar hvor öðrum um að samkomulag náðist ekki, að því er fram kemur í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins amast Norðmenn ekki sérstaklega við þeim samningum sem nú eru í gildi milli Íslendinga og Færeyja.