Háskólamenn ekki heilagir

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Ég hef ekk­ert út á það að setja að þessi skýrsla verði rædd þegar hún kem­ur fram en hún að sjálf­sögðu stjórn­ar ekki dag­skrá þings­ins frek­ar en aðrar skýrsl­ur sem kunna að birt­ast ein­hvern tím­ann í framtíðinni.“

Þetta sagði Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráðherra á Alþingi í dag í svari við fyr­ir­spurn frá Árna Páli Árna­syni, for­manni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Árni Páll spurði ráðherr­ann hvort ekki væri eðli­legt að ræða við aðila vinnu­markaðar­ins um Evr­ópu­mál­in og tækju skýrslu sem Alþjóðamála­stofn­un ynni að fyr­ir þá til umræðu á Alþingi ásamt skýrslu Hag­fræðistofn­un­ar Há­skóla Íslands sem unn­in var fyr­ir stjórn­völd og tek­in til umræðu í þing­inu í gær. For­sæt­is­ráðherra sagði líkt og áður kem­ur fram að sjálfsagt væri að ræða skýrslu Alþjóðamála­stofn­un­ar sem vænt­an­leg væri en hún hefði eng­in áhrif á það hvernig haldið yrði á mál­um á Alþingi. Hins veg­ar lýsti hann efa­semd­um um að sú skýrsla yrði hlut­læg.

„Við þekkj­um í sjálfu sér skoðanir þeirra sem vinna að þeirri skýrslu og mál­flutn­ing og jafn­framt þá leiðsögn sem þeim var veitt við gerð þess­ar­ar skýrslu. En það breyt­ir ekki því að það er allt í lagi að sjálf­sögðu að ræða um hana og fjalla um þær ábend­ing­ar sem þar koma fram og rök­ræða um það. Og það kann vel að vera að fleiri skýrsl­ur verði unn­ar um þessi mál og raun­ar lík­legt að fleiri skýrsl­ur verði unn­ar um Evr­ópu­mál á næstu miss­er­um og árum og allt í lagi að taka þær all­ar til um­fjöll­un­ar hér í þing­inu, hvort held­ur sem er form­lega eða óform­lega.“

Rík­is­stjórn­in ræði við aðila vinnu­markaðar­ins

Árni Páll gagn­rýndi Sig­mund Davíð harðlega fyr­ir að vega að há­skóla­sam­fé­lag­inu með orðum sín­um. Hann sagði aðila vinnu­markaðar­ins hafa skýra stefnu í mál­inu sem væri að halda áfram viðræðum um inn­göngu Íslands í Evr­ópu­sam­bandið. „Þeir telja mjög mis­ráðið að aðild­ar­um­sókn­in verði dreg­in til baka og telja að það gangi gegn hags­mun­um Íslands. Rík­is­stjórn Íslands ber að eiga opið sam­tal við aðila vinnu­markaðar­ins um þessa staðreynd.“

Sig­mund­ur Davíð vísaði meðal ann­ars til þess að einn af for­svars­mönn­um Alþjóðastofn­un­ar væri fyrr­ver­andi varaþingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar sem hefði ekki farið leynt með skoðanir sín­ar. „En það að starfa í há­skólaum­hverfi þýðir ekki að menn séu heil­ag­ir og ekki megi rök­ræða við þá. Það hlýt­ur að vera þvert á móti til­gang­ur­inn með því að menn setji fram og reyni að rök­styðja skoðanir, að það veki umræðu og þá ein­hver viðbrögð og ekk­ert nema gott um það að segja.“

Guðmund­ur Stein­gríms­son, formaður Bjartr­ar framtíðar, tók í sama streng og Árni Páll. Sagðist hann þeirr­ar skoðunar að eitt meg­in­hlut­verk for­sæt­is­ráðherra væri að fara á und­an með góðu for­dæmi og horf­ast í augu við það að ólík­ar skoðanir væru í sam­fé­lag­inu. Hann teldi Sig­mund Davíð ekki hafa staðið sig í þeim efn­um.

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.
Árni Páll Árna­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. mbl.is/Ó​mar Óskars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina