Ekki sótt um án þjóðaratkvæðagreiðslu

Þingsályktunartillögunni var dreift á Alþingi í kvöld.
Þingsályktunartillögunni var dreift á Alþingi í kvöld. Skjáskot af Althingi.is

Sam­kvæmt þings­álykt­un­ar­til­lögu sem dreift var á Alþingi í kvöld um að Ísland dragi til baka um­sókn Íslands um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu, verður ekki sótt um aðild að banda­lag­inu að nýju nema að fyrst fari fram þjóðar­at­kvæðagreiðsla.

Þings­álykt­un­ar­til­lög­unni var dreift á Alþingi í kvöld. „Alþingi álykt­ar að fela rík­is­stjórn­inni að draga til baka um­sókn Íslands um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu. Jafn­framt álykt­ar Alþingi að ekki skuli sótt um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu á nýj­an leik án þess að fyrst fari fram þjóðar­at­kvæðagreiðsla um hvort ís­lenska þjóðin stefni að aðild að Evr­ópu­sam­band­inu.
    Alþingi álykt­ar að fela rík­is­stjórn­inni að treysta tví­hliða sam­skipti og sam­vinnu við Evr­ópu­sam­bandið og Evr­ópu­ríki,“ seg­ir í til­lög­unni.

Í grein­ar­gerð með til­lög­unni er fjallað um þá ákvörðun sem Alþingi tók 16. júlí 2009 um að sækja um aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu og að lokn­um viðræðum við sam­bandið skyldi hald­in þjóðar­at­kvæðagreiðsla um vænt­an­leg­an aðild­ar­samn­ing. Þessi ákvörðun hafi verið um­deild alla tíð.

„Miðað við það sem fram hef­ur komið í at­kvæðaskýr­ing­um, yf­ir­lýs­ing­um þing­manna og fleiri gögn­um má jafn­vel leiða að því rök að ekki hafi í raun verið til staðar meiri­hluta­vilji fyr­ir mál­inu held­ur hafi þetta verið hluti af póli­tísku sam­komu­lagi þáver­andi stjórn­ar­flokka við mynd­un rík­is­stjórn­ar og at­kvæðagreiðslan því tæp­lega lýs­andi fyr­ir af­stöðu þing­manna. Þá hef­ur lengi legið fyr­ir að meiri hluti ís­lensku þjóðar­inn­ar er á móti því að Ísland gang­ist und­ir skil­mála Evr­ópu­sam­bands­ins og ger­ist þannig meðlim­ur þess þótt vilji sé fyr­ir að kanna mögu­leika á aðild.

Flokk­arn­ir sem mynda nú­ver­andi rík­is­stjórn hafa það báðir á stefnu­skrá sinni að hag Íslands sé best borgið utan Evr­ópu­sam­bands­ins. Þetta er staðfest í stjórn­arsátt­mála nú­ver­andi rík­is­stjórn­ar jafn­framt því sem tekið er fram að aðild­ar­viðræðum verði ekki fram­haldið nema að und­an­geng­inni þjóðar­at­kvæðagreiðslu:

„Gert verður hlé á aðild­ar­viðræðum Íslands við Evr­ópu­sam­bandið og út­tekt gerð á stöðu viðræðnanna og þróun mála inn­an sam­bands­ins. Úttekt­in verður lögð fyr­ir Alþingi til um­fjöll­un­ar og kynnt fyr­ir þjóðinni. Ekki verður haldið lengra í aðild­ar­viðræðum við Evr­ópu­sam­bandið nema að und­an­geng­inni þjóðar­at­kvæðagreiðslu.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina