Hafa ekki umboð til að ákveða þetta

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Ómar

„Stjórn­ar­flokk­arn­ir hafa ekk­ert lýðræðis­legt umboð til að taka þessa ákvörðun,“ seg­ir Árni Páll Árna­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, um ákvörðun stjórn­ar­flokk­anna að slíta viðræðum við Evr­ópu­sam­bandið.

„For­menn stjórn­ar­flokk­anna töluðu um ým­is­kon­ar hlé og að ekki yrði haldið áfram nema á grund­velli þjóðar­at­kvæðis. Þeir slógu úr og í með þjóðar­at­kvæði og tíma­setn­ingu. Hvor­ug­ur þeirra sagði að þeir myndu slíta þess­um aðild­ar­viðræðum. Þeir hafa þess vegna ekk­ert lýðræðis­legt umboð til þess­ara aðgerða.

Flokk­arn­ir hafa held­ur ekki lagt fram neitt hags­muna­mat í þessu máli. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn er horf­inn frá þeirri af­stöðu sinni að byggja stefnu sína á hags­muna­mati. Nú virðist stefn­an byggj­ast á því að elta Fram­sókn­ar­flokk­inn.“

Árni Páll seg­ir að það sé ekk­ert nýtt í skýrslu Hag­fræðistofn­un­ar sem breyti einu eða neinu um það hvort það sé skyn­sam­legt að halda áfram eða ekki. Það sé því al­ger­lega órök­stutt hvað það sé sem ýti á menn að taka þessa ákvörðun núna, sér­stak­lega í ljósi þess hver afstaða aðila vinnu­markaðar­ins sé til máls­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina