Már á leið til Ástralíu

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, er á leið til Sydney í Ástralíu.
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, er á leið til Sydney í Ástralíu. Hörður Ægisson

Meðan rætt er um mögulegar breytingar á lögum um Seðlabanka hér á landi er Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, sjálfur víðsfjarri. Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að Már sé á leið á alþjóðlegan fund seðlabankastjóra sem haldinn er á vegum Alþjóðagreiðslubankans, en fundurinn er að þessu sinni haldinn í Sydney í Ástralíu.

Í tilkynningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins í dag kom fram að skoða ætti breytingar á lögum um bankann, en ekki er tilgreint hvort horft sé til þess að fjölga seðlabankastjórum eða ekki. Í bréfi til starfsmanna bankans sagði Már að hann stæði enn við fyrri yfirlýsingu um að hann væri tilbúinn að hefja nýtt tímabil sem seðlabankastjóri, en ef kæmi til breytinga á eðli starfsins myndi hann leggja nýtt mat á málið.

mbl.is