Ótrúverðugar breytingar á Seðlabankanum

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

„Það er athyglisvert að áður en forsætisráðherra og fjármálaráðherra ná að skipa nefnd sem sameiginlega á að hafa það á höndum að endurskoða gengis- og peningastefnuna berast fréttir að í smíðum sé í fjármálaráðuneytinu frumvarp til laga um Seðlabanka Íslands,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, í fréttbréfi sambandsins.

Gylfi segir ekki útlokað að að endurnýjað samkomulag um gengis- og peningastefnuna hefði getað leitt til nauðsynlegra breytinga á lögum um Seðlabankinn starfar eftir en hann efaðist um að hefði falið í sér fjölgun seðlabankastjóra úr einum í þrjá. Bendir hann á að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hafi ítrekað gagnrýnt stefnu Seðlabankans og Má Guðmundsson, seðlabankastjóra, þrátt fyrir að bankinn hafi aðeins verið að sinna hlutverki sínu samkvæmt lögum.

„Það er erfitt að túlka þessa gagnrýni á annan veg en þann, að ríkisstjórnin hafi verðstöðugleika ekki sem forgangsverkefni. Því getur lagafrumvarp um Seðlabankann sem er þannig til komið í fyrsta lagi ekki talist trúverðug breyting á peningastefnunni og í annan stað í hrópandi andstöðu við það markmið að móta sameiginlega nýja gengis- og peningastefnu.“

mbl.is