„Tillaga sem felur í sér skýr svör“

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata.
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Með þess­ar til­lögu eru kom­in skýr svör,“ seg­ir Birgitta Jóns­dótt­ir, þingmaður Pírata um ákvörðun stjórn­ar­flokk­anna að slíta aðild­ar­viðræðum við Evr­ópu­sam­bandið. Hún seg­ist ekki eiga von á að Pírat­ar styðji til­lög­una. Leggja hefði átt málið und­ir þjóðina.

Birgitta gagn­rýn­ir málsmeðferð stjórn­ar­flokk­anna. Sú spurn­ing vakni hvort Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hafi haft nægi­legt sam­ráð við gras­rót­ina í flokkn­um.

Birgitta sagðist hafa viljað að það yrði haft sam­ráð við þjóðina um þessa ákvörðun. „Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn lofaði sín­um kjós­end­um að leggja þetta í dóm þjóðar­inn­ar. Mér finnst eðli­legt að það komi fram til­laga um að það verði gert.“

Birgitta sagðist hafa rætt um það við stjórn­ar­and­stöðuna að leggja fram slíka til­lögu á þingi með það að mark­miði að slík at­kvæðagreiðsla færi fram sam­hliða sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um. Hinir flokk­arn­ir hafi viljað bíða eft­ir skýrslu Hag­fræðistofn­un­ar og nú sé tím­inn til að leggja fram slíka til­lögu að renna út.

Birgitta sagðist styðja þjóðar­at­kvæðagreiðslu í þessu máli, en vanda­málið væri hins veg­ar að flokk­arn­ir hefðu sýnt það að þeir tækju ekki alltaf mark á þjóðar­at­kvæðagreiðslum eins og gerðist þegar at­kvæði voru greidd um nýja stjórn­ar­skrá.

mbl.is