Umsóknin verði dregin til baka

Valhöll, höfuðstöðvar Sjálftsæðisflokksins.
Valhöll, höfuðstöðvar Sjálftsæðisflokksins. mbl.is/Rax / Ragnar Axelsson

Þing­flokk­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins samþykkti á fundi sín­um í dag að um­sókn­in um inn­göngu Íslands í Evr­ópu­sam­bandið yrði dreg­in til baka í sam­ræmi við þings­álykt­un­ar­til­lögu sem ut­an­rík­is­ráðherra myndi leggja fram á Alþingi. Þetta staðfest­ir Ragn­heiður Rík­h­arðsdótt­ir, þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, í sam­tali við mbl.is.

„Niðurstaða þing­flokks­ins er að þings­álykt­un­ar­til­laga ut­an­rík­is­ráðherra um að draga aðild­ar­viðræðurn­ar til baka var samþykkt út úr þing­flokki Sjálf­stæðis­flokks­ins,“ seg­ir Ragn­heiður. Spurð hvort niðurstaðan hafi verið ein­róma svar­ar hún: „Við erum ekk­ert vön að greina frá því hvernig það er. Hún er bara af­greidd út úr þing­flokkn­um.“

Sama niðurstaða varð á þing­flokks­fundi Fram­sókn­ar­flokks­ins sem fram fór í dag að sama skapi: „Þetta var samþykkt ein­róma út úr þing­flokkn­um,“ seg­ir Sigrún Magnús­dótt­ir, þing­flokks­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, í sam­tali við mbl.is.

mbl.is