19 þúsund vilja þjóðaratkvæði

AFP

Rúm­lega 19 þúsund und­ir­skrift­ir hafa safn­ast á vefsíðunni Thjod.is þar sem kallað er eft­ir þjóðar­at­kvæði um fram­hald aðild­ar­viðræðna við Evr­ópu­sam­bandið en sam­tök­in Já Ísland, sem berj­ast fyr­ir inn­göngu Íslands í sam­bandið, standa fyr­ir söfn­un­inni.

Rík­is­stjórn­in stefn­ir að því að draga um­sókn Íslands um aðild að ESB til baka og hef­ur þings­álykt­un­ar­til­laga þess efn­is verið lögð fram, en fyrri rík­is­stjórn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs sótti um aðild sum­arið 2009.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina