Ætti ekki að koma neinum á óvart

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. mbl.is/Ómar

Þings­álykt­un­ar­til­laga um að draga til baka um­sókn Íslands um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið fel­ur aðeins í sér form­lega af­greiðslu á stefnu sem rík­is­stjórn­in hef­ur haft í Evr­ópu­mál­um. Þetta sagði Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráðherra í kvöld­frétt­um Stöðvar 2. Rík­is­stjórn­in væri and­víg inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið sem ætti ekki að koma nein­um á óvart. Umræðan um málið væri því að hans mati nokkuð und­ar­leg.

Spurður hvort ekki hefði verið hægt að hafa um­sókn­ina áfram í hléi sagði Sig­mund­ur það ekki hafa verið val­kost í stöðunni enda hefði Evr­ópu­sam­bandið gefið það út að það þyrfti að fá niður­stöðu í málið. Spurður um af­stöðu at­vinnu­lífs­ins til máls­ins sagði for­sæt­is­ráðherra að það færi svo­lítið eft­ir því hvern væri talað við hvaða af­stöðu hann hefði. Hann minnti hins veg­ar á að þau fyr­ir­tæki sem gagn­rýndu krón­una hefðu byggt sig upp hér á landi með hana og slíkt yrði áfram hægt.

Benti hann á að staða fyr­ir­tækja hefði verið að batna að und­an­förnu, hag­vöxt­ur að aukast og at­vinnu­leysi að minnka á meðan þró­un­in inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins hefði verið önn­ur. Stærð gjald­miðla væri ekki það sem mestu skipti held­ur hvernig haldið væri á efna­hags­mál­um. Þannig hefðu Sví­ar tekið til í sín­um efna­hags­mál­um og fyr­ir vikið væri sænska krón­an stöðugri gjald­miðill en evr­an.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina