Enn er mótmælt á Austurvelli

Enn er mót­mælt fyr­ir fram­an Alþing­is­húsið en að sögn Lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu voru um 3.500 manns á svæðinu þegar mest var.

Að sögn blaðamanns Morg­un­blaðsins, sem er á staðnum, fara mót­mæl­in mjög friðsam­lega og ró­lega fram. Þó er ekki leng­ur stöðugur straum­ur að Aust­ur­velli eins og var um tíma.

Mót­mæl­end­ur við Alþing­is­húsið berja enn á ör­ygg­is­girðingu sem lög­regl­an reisti og af því skap­ast nokk­ur hávaði.

Mót­mælt er þeirri ákvörðun rík­is­stjórn­ar­flokk­anna að draga aðild­ar­um­sókn Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu til baka. Yfir 4.500 manns höfðu boðað komu sína á mót­mæl­in.

Hér má sjá beina út­send­ingu frá Aust­ur­velli úr vef­mynda­vél Mílu.

Frétt mbl.is: Fjöl­menni á Aust­ur­velli

mbl.is

Bloggað um frétt­ina