ESB-stefnan var kosin burtu

Vigdís Hauksdóttir í ræðustól í dag.
Vigdís Hauksdóttir í ræðustól í dag.

„ESB-stefn­an var kos­in burtu í síðustu kosn­ing­um. Þannig er staðan,“ sagði Vig­dís Hauks­dótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks, í umræðu um störf þings­ins á Alþingi í dag. Hún sagði sorg­legt að verða vitni að mál­flutn­ingi minni­hlut­ans um málið, enda sama fólk og felldi til­lögu um að kjósa um fram­haldið.

Þar vísaði Vig­dís til þess að hún lagði fram til­lögu í maí 2012 um að þjóðin yrði spurð hvort halda ætti viðræðum áfram eða ekki. Sú til­laga hafi verið felld.

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og fjár­málaráðherra, sagði ekk­ert vera að ger­ast sem koma ætti mönn­um á óvart. Stjórn­ar­flokk­arn­ir séu ein­fald­lega að leggja fram til­lögu í sam­ræmi við stefn­una í ut­an­rík­is­mál­um. Þá sé það miklu stærra skref að sækja um aðild að ESB en að viðhalda sam­bandi við sam­bandið í gegn­um EES-samn­ing­inn, eins og fram kem­ur í þings­álykt­un­ar­til­lögu ut­an­rík­is­ráðherra. 

Guðmund­ur Stein­gríms­son, formaður Bjartr­ar framtíðar, sagði þetta hins veg­ar koma al­gjör­lega á óvart. Það væri vegna þess að for­menn Sjálf­stæðis­flokks og Fram­sókn­ar­flokks hefðu ekki greint frá þess­ari fyr­ir­ætl­an fyr­ir kosn­ing­arn­ar. Þeir sögðust ekki ætla að slíta viðræðum við Evr­ópu­sam­bandið fyr­ir kosn­ing­ar. Þess vegna komi þetta á óvart.

Katrín Júlí­us­dótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar, sagði að ómögu­leiki væri ein­kenn­isorð rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Henni sé ómögu­legt að efna eitt ein­asta lof­orð sem hún hef­ur gefið og stór orð henn­ar hafi öll verið mark­laus. Rík­is­stjórn­in hafi aldrei ætlað sér að hlusta á þjóðina.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina